The Aspect myndavélataskan er 20 lítra en stækkanleg í 30 lítra, höggvarin, vatnsheld & slitþolin
Eingöngu fyrirtæki í viðskiptum geta skráð sig inn og pantað.Glæsileg 20 lítra myndavélataska sem hægt er að stækka í 30 lítra eftir þörfum með stóru viðbótarhólfi ofan á töslunni. Myndavélataskan er með harði varnarskel sem ver búnaðinn í töskunni. Hún er úr vatnsfráhrindandi Oxford efni og með EVA höggvarnarskel til að verja innra rými töskunnar fyrir skemmdum. Innan á varnarskelinni eru 2 renndir vasar ásamt 3 litlum lokanlegum hólfum. Aftan á töskunni er festing fyrir ferðatöskur svo auðvelt sé að ferðast með hana fasta við handfang ferðatöskunnar í ferðalaginu.
Hólfin inni í töskunni eru stækkanleg og minnkanleg að þörfum notanda. Þegar varnarhólfið er opnað er önnur rennd vatnsvörn til að verja myndavélabúnaðinn. Taskan getur tekið allt að 15.6 tommu fartölvu og hefur vasa fyrir farsíma, spjaldtölvu o.fl. Á hliðum töskunnar eru vasar fyrir t.d. vatnsbrúsa, regnhlíf o.fl. Myndavélataskan er með YKK rennilásum sem eru taldir þeir bestu á markaðinum og endast mun lengur.
Sjáðu myndband af vörunni neðar á síðu
– Litur: Svartur
– Stærð: 48-56 x 27 x 19 cm
– Þyngd: 1,37 kg
– Efni: High-density Oxford fabric, vatnsheld, rispu- og slitþol
– Tegund: Stór myndavélataska
– YKK rennilásar



























