Compacto er rúmgóður bakpoki með 180 gráðu opnun, USB hleðslutengi, hólf fyrir allt að 17,3″ fartölvur, vatnsheldur með góðri öndun

Glæsileg og rúmgóð 30 lítra bakpoki með gott geymslurými undir það helsta. Það er hægt að opna töskuna í 180 gráður. Á hlið töskunnar eru tvö USB hleðslutengi (USB-A og USB-C) sem tengt er í hleðslubanka sem geymdur er ofan í töskunni svo hægt er að hlaða snjalltækin á ferðinni með því að smella hleðslusnúru í USB rauf utan á töskunni. Taskan er úr vatnsheldu efni með góðri öndun við bak. Á bakpokanum er festing sem gerir þér kleift að festa töskuna beint á handfangið á ferðatöskunni sem við drögum á eftir okkur á flugvöllum.

Í innra rými töskunnar við bak er hólf fyrir allt að 17,3” ferðatölvu, spjaldtölvu, farsíma og fleiri tæki. Innra rými töskunnar er aðgreint með rennilás og neti. Fyrir innan netið er einn renndur vasi og tveir í hliðum töskunnar. Í því hólfi fylgja 2 litlar töskur sem eru losanlegar með frönskum rennilás. Á framhlið töskunnar er eitt stórt rennt hólf, annað minna fyrir framan og annar minni vasi. Á axlarólum eru vasar fyrir kort, festing fyrir gleraugu/sólgleraugu og neyðarflauta.

Vönduð og góður bakpoki fyrir vinnuna og ferðalagið.

– Litur: Svartur
– Stærð: 51cm x 35cm x 17cm (30,3 lítrar)
– Þyngd: 1,5 kg
– Efni: Oxford fabric (vatnshelt)
– Utanáliggjandi USB-A og USB-C tengi
– Fartölvustærð: allt að 17,3”

Vörunúmer: MR-7080D_00 Vöruflokkur: Vörumerki: